Sjö knattspyrnukonur skrifuðu undir samning við Völsungs

Sjö uppaldar knattspyrnukonur í Völsungi skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samninga við knattspyrnudeild félagsins.

Sjö uppaldar knattspyrnukonur í Völsungi skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samninga við knattspyrnudeild félagsins.

Það ríkir afar mikil ánægja með undirskrift þeirra innan félagsins og á fésbókarsíðu Græna hersins segir að þessar ungu og mögnuðu knattspyrnukonur séu nútíðin og framtíðin í kvennaboltanum á Húsavík. 
 
Ljósmynd Hafþór

Á myndinni sjást þær kampakátar eftir undirskrift með þjálfara sínum, Aðalsteini Jóhanni Friðrikssyni. Frá vinstri talið Árdís Rún Þráinsdóttir, Berta María Björnsdóttir, Brynja Kristín Elíasdóttir, Hildur Anna Brynjarsdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Halla Bríet Kristjánsdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir.
 
Stelpurnar ætla að halda upp á nýju samningana með leik á skírdag, fimmtudaginn 6.apríl kl.15.00 á PCC vellinum á Húsavík. Mæta þær þá toppliði Hauka í síðasta leik Lengjubikarsriðils síns. Barátta um toppsætið! Allir á völlinn beint úr fermingarveislum!

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744