Sigurganga Völsungskvenna heldur áfram

Sigurganga Völsungskvenna í 2. deildinni hélt áfram í dag þegar þær sóttu Smárann heim í Kópavogi.

Sigurganga Völsungskvenna heldur áfram
Íþróttir - - Lestrar 106

Kirki Kloss opnaði markareikning sinn með Völsungi
Kirki Kloss opnaði markareikning sinn með Völsungi

Sigurganga Völsungskvenna í 2. deildinni hélt áfram í dag þegar þær sóttu Smárann heim í Kópavogi.

Svo segir frá leiknum á Fésbókarsíðu Græna hersins:

Krista Eik opnaði sjoppuna með skallamarki eftir fyrirgjöf Höllu Bríetar áður en Viridiana Kloss skoraði sitt fyrsta mark fyrir Völsung með laglegu vinstri fótar skoti! Krista átti svo fasta fyrirgjöf sem Halla Bríet beið bara eftir en varnarmaður Smára ákvað að klára sjálf á undan Höllu. 3-0 í hálfleik!

Viri Kloss gerði sitt annað mark eftir klafs í teignum strax í upphafi seinni hálfleiks og Halla Bríet skoraði svo síðasta markið eftir undirbúning Kristu - 5-0 lokatölur!!
 
Frábær frammistaða og 18 stig eftir 6 leiki og laglega múraðar í toppsætinu! Hildur Arna Ágústsdóttir kom inn á í sínum fyrsta mótsleik fyrir meistaraflokk og skilaði glæsilegri frammistöðu!
 
Það verður hörkuleikur næsta laugardag þegar KR kemur í heimsókn, sannkallaður toppslagur! Þá mætum við öll og hvetjum.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744