Sigurður og Birna Dögg sigruðu á Meistaramóti GHAlmennt - - Lestrar 458
Meistaramót GH lauk á laugardaginn í fallegu veðri eftir leiðindaveður fyrstu tvo daga mótsins. Seinni tveir dagarnir voru spilaðir við toppaðstæður og á heimasíðu GH segir að Katlavöllurinn sé að verða frábær og eigi samt bara eftir að batna eftir því sem líður á sumarið.
Í meistaraflokki karla vann Sigurður Hreinsson nokkuð öruggan sigur, annar varð Unnar Þór Axelsson og þriðji Skúli Skúla. Skarphéðinn Ívarsson vann 1.flokk karla Benedikt Þór Jóhannsson varð annar og Kristinn Vilhjálmsson þriðji.
Kvennaflokkinn vann Birna Dögg, Jóhanna Guðjónsdóttir varð önnur og Björg Jónsdóttirþriðja. Unglingaflokkinn vann Bergþór Atli, Reynir Örn var í öðru sæti og Ólafur Erick varð þriðji.
Í öldungaflokki var hörkukeppni og á endanum stóð Hermann Ben uppi sem sigurvegari, hann vann Bjarna Sveins með einu höggi.
Öll úrslit er að finna á www.golf.is
Næstu mót hjá GH eru Landsbankamótaröðin á miðvikudag og stórmót Öryggis um næstu helgi.
Heimild: http://www.ghgolf.is/ og þaðan er meðfylgjandi mynd fengin.