31. jan
Sigurður Hallmarsson sýnir í SafnahúsinuAlmennt - - Lestrar 371
Það var fjölmenni í Safnahúsinu síðdegis í dag þegar Sigurður Hallmarsson opnaði þar málverkasýningu.
Þar sýnir meistarinn um fimmtíu verk sem hann hefur málað nýlega og eru þau hver öðru fallegri.
Verkin verða sýnd bæði í sal á efstu hæð og á jarðhæð. Sýningin verður opin 17-19 sunnudaginn 2. febrúar og síðan á opnunartíma safnsins.
Boðið var upp á veitingar í tilefni opnunar sýningarinnar sem og tilkomu nýju lyftunnar sem komin er í gagnið.
Hér gefur að líta nokkrar myndir frá því í dag.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.