Sigur í fyrsta heimaleik

Völsungur er með fullt hús stiga í 2.deild karla eftir fyrstu tvær umferðir mótsins. Völsungar tóku á móti Reyni Sandgerði á PCC vellinum á Húsavík í

Sigur í fyrsta heimaleik
Íþróttir - - Lestrar 254

Marki Bjarka var fagnað vel og innilega.
Marki Bjarka var fagnað vel og innilega.

Völsungur er með fullt hús stiga í 2.deild karla eftir fyrstu tvær umferðir mótsins.

Völsungar tóku á móti Reyni Sandgerði á PCC vellinum á Húsavík í fyrsta heimaleik og unnu þar öflugan 3-1 sigur. Santiago Feuillassier, Áki Sölvason og Bjarki Baldvinsson gerðu mörk heimamanna. 

Það var mikið um gamalt og nýtt á vellinum í dag, endurunnið og flokkað. Baldur Sigurðsson leiddi lið Völsungs sem fyrirliði, en þetta var fyrsti leikur hans í grænu á Húsavík síðan 2004.

Völsungar byrjuðu sterkt þó Reynismenn hafi reynt að pressa stíft en það var stemning í heimaliðinu sem sýndi brodd fram á við án þess að skapa sér þó sérstaklega hættuleg færi. Á 36.mínútu átti Adolf Bitegeko frábæran sprett upp völlinn og þegar að endalínu var komið lagði hann boltann út í teiginn á Santiago Feuillassier sem kláraði vel. 1-0 fyrir Völsung og þannig stóð í hálfleik. 

Seinni hálfleikur byrjaði vel en á 53.mínútu átti Santiago góða stungusendingu á Áka Sölvason, sem gekk til liðs við Völsung í vikunni á láni frá KA, sem kláraði snyrtilega yfir markvörð í skógarhlaupi. 2-0 og sannarlega gott fyrir Áka í sínum fyrsta leik í sumar. 

Á 66.mínútu fóru Baldur Sigurðsson og Gunnar Kjartan Torfason útaf og inná í þeirra stað komu reynsluboltarnir Aðalsteinn Jóhann Friðriksson og Hrannar Björn Steingrímsson, húsvískur lánsmaður frá KA sem síðast spilaði með Völsungi árið 2013. Ekki hallaði á reynsluna frekar þegar Ólafur Jóhann Steingrímsson fór útaf á 77.mínútu en inn á í hans stað kom Bjarki Baldvinsson. 

Gestirnir minnkuðu muninn í 2-1 á 82.mínútu með laglegu marki og þrýstu sér framar á völlinn. 

Á 90. mínútu kaffærðu Völsungar allar vonir gestanna um að sækja sér stig þegar Hrannar Björn sendi á Bjarka félaga sinn sem fór á harðaspani upp völlinn og framhjá mörgum varnarmönnum áður en hann fann sig í miðjum vítateig og smellti boltanum með vinstri fæti í vinstra hornið. 3-1 sigur staðreynd og Völsungar því með 6 stig í 2.sæti eftir tvær umferðir. IBG

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þessari myndasyrpu og skoða í hærri upplausn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744