Sigur í átta marka leik

Völsungur fékk lið Álftnesinga í heimsókn í dag í 3. deild karla og höfðu sigur í átta marka leik.

Sigur í átta marka leik
Íþróttir - - Lestrar 335

Rafnar Smárason kom Völsungum á bragðið.
Rafnar Smárason kom Völsungum á bragðið.

Völsungur fékk lið Álftnesinga í heimsókn í dag í 3. deild karla og höfðu sigur í átta marka leik.

Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir snemma leiks með mörkum Rafnars Smárasonar og Elvars Baldvinssonar.

Andri Janusson var í miklum ham í liði gestanna og jafnaði metin með tveim mörkum á jafnmörgum mínútum eftir rúmlega 20 mínútna leik en Jóhann Þórhallsson sá til þess að heimamenn hefðu forystu í hálfleik. 

Bjarki Baldvinsson skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks á 50.mínútu og fimm mínútum síðar fullkomnaði Andri Janusson þrennu sína en Bjarki Þór Jónasson gulltryggði sigur heimamanna á 61.mínútu. 

Álftanes er því sem fyrr á botni deildarinnar með 6 stig eftir 14 leiki á meðan Völsungar eru í 4.sæti með 23 stig eftir 13 leiki og eiga góða möguleika á að komast upp um deild. (fotbolti.net)



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744