17. júl
Sigur gegn KFÍþróttir - - Lestrar 400
Völsungur tók á móti KF í 2. deildinni í gær og unnu nokkuð þægilegan sigur.
Haldór Orri Hjaltason kom Völsungum á bragðið með marki á 7 mínútu leiksins og Jóhann Þórhallsson tvöfaldaði forystuna á þeirri 33.
Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Jóhann sitt annað mark þegar hann vippaði yfir markvörð gestanna og staðan orðin 3-0.
Nokkru síðar minnkuðu gestirnir muninn þegar boltinn fór í Berg Jónmundsson og þaðan í markið. Staðan 3-1 og þannig lauk leiknum.
Völsungur situr sem fyrr í 10. sæti 2. deildar, nú með 11 stig.