Sigur á Skaganum eftir tap á Reyðarfirði

Eftir slæman skell gegn Leikni F í vikunni náði Völsungar að sigra Kára í Akraneshöllinni í dag.

Sigur á Skaganum eftir tap á Reyðarfirði
Íþróttir - - Lestrar 159

Kristófer Leví var frábær á milli stanganna í dag.
Kristófer Leví var frábær á milli stanganna í dag.

Eftir slæman skell gegn Leikni F í vikunni náði Völsungar að sigra Kára í Akraneshöllinni í dag.

Leikurinn byrjaði fjörlega en Káramenn skorðurðu fyrsta mark leiksins þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum.

Bjarki Baldvinsson jafnaði síðan með flottu skoti fyrir Völsung tveimum mínútum síðar.

Það var svo um korteri fyrir leikslok sem Elvar Baldvinsson skoraði sigurmark Völsunga eftir hornspyrnu.

Þróttur V. situr nú í fyrsta sæti deildarinnar með 38 stig, KV er í öðru sæti með 34 stig og Völsungur í því þriðja með 33 stig.

Þróttarar mæta á Vodafonevöllinn á Húsavæík nk. laugardag og má búast við hörkuleik þar sem bæði lið vilja þau þrjú stig sem eru í boði. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744