Sigrún Marta Íþróttamaður HSÞ

16. ársþing HSÞ var haldið 10. mars á Breiðumýri í umsjón Umf. Eflingar og þar var kjöri íþróttamanns ársins lýst eins og hefð er fyrir.

Sigrún Marta Íþróttamaður HSÞ
Íþróttir - - Lestrar 406

Sigrún Marta og Jón Sverrir formaður HSÞ.
Sigrún Marta og Jón Sverrir formaður HSÞ.

16. ársþing HSÞ var haldið 10. mars á Breiðumýri  í umsjón Umf. Eflingar og þar var kjöri íþróttamanns ársins lýst eins og hefð er fyrir.

Íþróttamaður HSÞ var kjörin blakkonan Sigrún Marta Jónsdóttir úr Völsungi en hún var m.a. valin til að keppa fyrir A-landslið Íslands í blaki auk þess að vera vaxandi blakari.

Frá þessu segir á heimasíðu HSÞ en aðrir í kjörinu voru þau Hildur Sigurgeirsdóttir bocciamaður HSÞ, Hildur Anna Brynjarsdóttir knattspyrnumaður HSÞ, Ruth Ragnarsdóttir frjálsíþróttamaður HSÞ, Smári Sigurðsson skákmaður HSÞ og Kristján R. Arnarson skotíþróttamaður HSÞ.

Aðsend mynd

Sigrún Marta Jónsdóttir Íþróttamaður HSÞ og Jón Sverrir Sigtryggsson formaður HSÞ.

Aðsend mynd

Fv. Smári Sigurðsson skákmaður HSÞ,Kristján R. Arnarson skotíþróttamaður HSÞ, Hildur Sigurgeirsdóttir bocciamaður HSÞ, Sigrún Marta Jónsdóttir blak- og íþróttamaður HSÞ, Hildur Anna Brynjarsdóttir knattspyrnumaður HSÞ og Ruth Ragnarsdóttir frjálsíþróttamaður HSÞ. 

Freydís Anna og Hörður Þór sæmd Gullmerki HSÞ

Hjónin Freydís Anna Arngrímsdóttir og Hörður Þór Benónýsson voru sæmd Gullmerki HSÞ á þinginu en þau hafa í yfir 30 ár verið og eru enn öflugir máttarstólpar hjá leikdeild Umf. Eflingar og eru óþrjótandi við að halda úti og taka þátt í  leikstarfi á félagssvæðinu.

Aðsend mynd

Hörður Þór Benónýsson og Freydís Anna Arngrímsdóttir.

Ljósmyndir eru fengnar af heimasíðu HSÞ.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744