Sigrar á grasinu

Meistaraflokkslið Völsungs léku um helgina sína fyrstu leiki sumarsins á grasvellinum á Húsavík og höfðu bæði sigur.

Sigrar á grasinu
Íþróttir - - Lestrar 160

Sæþór skoraði þrennu. Mynd úr safni.
Sæþór skoraði þrennu. Mynd úr safni.

Meistaraflokkslið Völsungs léku um helgina sína fyrstu leiki sumarsins á gras-vellinum á Húsavík og höfðu bæði sigur.

Strákarnir fengu Kára frá Akranesi í heimsókn á laugardaginn og fór leikurinn 5-2 fyrir Völsungi.

Santiago Alabo kom Völsungi á bragðið og tvöfaldaði síðan forystuna áður en Sæþór skoraði tvö mörk. 

Gestirnir minnuðu síðan muninn í 4-2 en Sæþór fullkomnaði þrennuna sína undir lok leiks og 5-2 sigur í húsi.

Völsungur er í 7. sæti 2.deildar með 10 stig en Reynir S er á toppnum með 13 stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Santiago í leik með Völsungi á dögunum.

Stelpurnar léku gegn ÍR í gær og unnu leikinn 1-0 með marki Mörtu Sóleyjar Sigmarsdóttur. Þær eru í þriðja sæti 2. deildar með 15 stig en Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir situr á toppnum með 18 stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Marta Sóley í leik með Völsungi fyrir skömmu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744