Siggi Sigurjóns fer í HörpunaAlmennt - - Lestrar 393
Svæðistónleikar Nótunnar 2013 fyrir Norður- og austurland voru haldnir á Egilsstöðum um helgina.
23 tónlistaratriði tóku þátt í keppninni og fjögur þeirra komur frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Sjö atriði komust áfram í lokakeppnina sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu þann 14 apríl nk.
Níu atriði fengu viðurkenningar og voru tvö þeirra frá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Sigurður Sigurjónsson gítarleikari lék lagið Rondo eftir M. Gulliani og skilaði það honum í Hörpuna í apríl.
Þá fékk gítarsveit Öxarfjarðarskóla viðurkenningu en sveitina skipa þau Unnar Þór Hlynsson í Kelduhverfi, Arnon Sankla Isaksson Kelduhverfi, Emil Stefánsson, Öxarfirði og Alma Lind Ágústsdóttir Kópaskeri.
Glæsilegur árangur hjá þessu unga tónlistarfólki okkar.