Sessor og Andri Dan Traustason opna Sessor á Húsavík

Ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Sessor hefur opnað nýja starfsstöð á Húsavík þar sem boðið verður upp á þjónustu á sviði fjármála, bókhalds og

Andri Dan Traustason. Lj. Magdalena Migdal.
Andri Dan Traustason. Lj. Magdalena Migdal.
Ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Sessor hefur opnað nýja starfsstöð á Húsavík þar sem boðið verður upp á þjónustu á sviði fjármála, bókhalds og upplýsingatækni.

Í tilkynningu segir að með þeð þessu skrefi muni félagið styrkja þjónustu sína við fyrirtæki á Norðurlandi og víðar um landið.

Andri Dan Traustason, framkvæmdastjóri Sessor á Húsavík, mun leiða uppbyggingu starfseminnar:

„Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að byggja upp starfsemi Sessor hér í minni heimabyggð,“ segir Andri.

„Húsavík býr að öflugum mannauði, lifandi samfélagi og einstakri náttúru. Við erum gífurlega spennt fyrir þeim verkefnum sem framundan eru og hlökkum til að styðja viðskiptavini með framúrskarandi þjónustu og lausnum sem skila raunverulegum árangri.“
 
Að auki segir Brynjar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sessor: „Að stofna starfsstöð á Húsavík er mikilvægt skref fyrir okkur. Við viljum vera nær viðskiptavinum okkar og styðja þá í daglegum rekstri með ráðgjöf og lausnaframboði sem gera þeim kleift að vaxa, ná meiri yfirsýn og treysta reksturinn til framtíðar.

Það gleður mig sérstaklega að fá Andra Dan til liðs við okkur – hann hefur þekkingu og reynslu sem munu skipta sköpum í að byggja upp Sessor um land allt.“
 
Sessor á Húsavík mun veita þjónustu til fyrirtækja af öllum stærðum og óháð staðsetningu. Markmiðið er að styðja við sjálfbæran vöxt, auka skilvirkni í rekstri og tryggja að fyrirtæki fái sérsniðnar lausnir sem samræmast þeirra starfsemi.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744