Samstaða um endurreisn-Samfylkingin með fund í sal stéttarfélagannaAðsent efni - - Lestrar 55
Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur land undir fót í vikunni og heldur í fundaferð um allt land, þá þriðju á sjö mánuðum þar sem landsmönnum er boðið uppá milliliðalaust samtal um þau stóru og viðamiklu úrlausnarefni sem unnið er að.
Í kvöld þriðjudag 9. febrúar verður fundur haldinn á Húsavík í sal Stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26 og hefst hann kl. 20:00. Framsögumenn eru Kristján L. Möller samgönguráðherra, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir og eru allir velkomnir á fundinn.
Fundaferðin ber yfirskriftina samstaða um endurreisn en það er eitt af stóru verkefnunum að vinna að samstöðu landsmanna um endurreisn og bætt og betra samfélag. Einn veigamesti þátturinn í endurreisn efnahagslífsins er að ná endum saman í ríkisfjármálum, án þess að ganga hart að velferðarkerfinu og þeim sem veikast standa og helst þurfa því á stuðningi þess að halda. Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir ýmis konar úrræðum sem nýst hafa fjölskyldum og einstaklingum í kjölfar efnahagshrunsins,auk þess hefur verið unnið að stefnubreytingu á fjölmörgum sviðum svo sem í skattamálum, umhverfismálum og sjávarútvegsmálum. Þá hefur ríkisstjórnin unnið jafntog þétt að mikilvægum verkefnum í atvinnumálum, verkefnum sem munu vega þungt í endurreisninni.