Samningur um smíđi kirkju í Grímsey

Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn en vinna viđ hönnun hennar stendur yfir.

Samningur um smíđi kirkju í Grímsey
Fréttatilkynning - - Lestrar 157

Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn en vinna viđ hönnun hennar stendur yfir. 

Á dögunum skrifađi sóknarnefnd Miđgarđakirkju undir samning viđ smíđaverk-stćđiđ Loftkastalann um smíđi nýrrar kirkju.

Ţá hefur Hjörleifur Stefánsson arkitekt veriđ ráđinn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glćđum Grímsey veriđ fengin til ađ hafa yfirumsjón međ verkefninu. Allir ţessir ađilar eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa komiđ ađ minjavörsluverkefnum og endurgerđ gamalla húsa međ einum eđa öđrum hćtti.  

Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til ţeirrar eldri en verđur ađeins stćrri vegna nútíma krafna. Einnig er horft til ţess ađ nýja kirkjan nýtist til fleiri athafna en helgihalds. Áćtlađ er ađ smíđa hana ađ hluta til í landi en reisa hana síđan í Grímsey í sumar.

Bygging nýrrar kirkju er viđamikiđ samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á ađ verđi ađ veruleika. Ţegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjaskeggjar afar ţakklátir öllum ţeim sem verkefninu hafa lagt liđ. Ţeir standa ţó frammi fyrir ţeirri áskorun ađ enn vantar töluvert fjármagn til uppbyggingarinnar.

Ţeir sem vilja leggja söfnun fyrir nýrri kirkju liđ er bent á reikning Miđgarđakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539.

Á međfylgjandi mynd eru fv. Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri, Inga Lóa Guđjónsdóttir og Hilmar Páll Jóhannesson frá Loftkastalanum, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Alfređ Garđarsson sóknarnefndarformađur. Ljósmynd: Halla Ingólfsdóttir


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744