26. nóv
Samkeppni um nafn á nýju vatnsrennibrautinniAlmennt - - Lestrar 539
Norðurþing hefur ákveðið að efna til samkeppni um nafn á nýrri vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur.
Skilafrestur á tillögum að nafni er 7. desember og mun sveitarstjórn Norðurþings velja úr innsendum tillögum á sveitarstjórnarfundi 11. desember.
Vinningshafi mun hljóta árskort fyrir sig og fjölskyldu sína og að auki fá að fara fyrstu bununa niður vatnsrennibrautina.
Vinsamlegast sendið inn tillögu að nafni á netfangið nordurthing@nordurthing.is merktum "Rennibraut".