Samkaup svarar kalli heimamanna

Samkaup hefur ákveðið að ráðast í verulegar breytingar á verslunum keðjunnar á Húsavík, það er Úrval og Kasko.

Samkaup svarar kalli heimamanna
Almennt - - Lestrar 523

Samkaup fundaði með Framsýn í gær.
Samkaup fundaði með Framsýn í gær.

Samkaup hefur ákveðið að ráðast í verulegar breytingar á verslunum keðjunnar á Húsavík, það er Úrval og Kasko.

Greint er frá þessu á heimasíðu stéttarfélaganna en Samkaup fundaði með fulltrúum Framsýnar í gær um hugmyndir keðjunnar.

Verslunin Úrval verður að Nettó verslun sem mun leggja mikið upp úr góðri þjónustu og lágu vöruverði. Á næstu vikum verður ráðist í umfangsmiklar breytingar á versluninni og á þeim að vera lokið 18. mars. Þá mun opna ný og glæsileg verslun sem verður opin alla daga frá kl. 10:00 til kl. 19:00.

Kaskó hefur ekki fengið nýtt nafn en versluninni verður breytt verulega og gerð aðgengilegri en hún er í dag, ekki síst með þarfir bæjarbúa í huga og annarra gesta sem leið eiga um Húsavík ekki síst ferðamanna. Þá verður hægt að fá sér kaffisopa og njóta veitinga í versluninni. Opnunartími verslunarinnar verður langur eða frá 08:00 til 22:00 alla daga. (framsyn.is)

Samkaup-Framsýn

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, Gísli Gíslason rekstrarstjóri Samkaupa, Jónína Hermannsdóttir varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Falur J. Harðarson starfsmannastjóri Samkaupa.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744