21. jún
Samið við Austra, Gljúfra og Leif heppnaAlmennt - - Lestrar 241
Penninn var á lofti hjá Íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings í síðustu viku þegar gengið var frá samtarfs og styrktarsamningum við Austra á Raufarhöfn, Golfklúbbinn Gljúfra og Ungmennafélagið Leif heppna í Kelduhverfi.
Samningarnir eru allir til þriggja ára og eiga að tryggja félögunum áframhaldandi farsælt íþróttastarf.

Stjórn Austra: Olga, Karítas, Birna ásamt Kjartani íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings.

Marinó Eggertsson formaður Golfklúbbsins Gljúfra og Kartan Páll takast í hendur.

Magnea Dröfn Hlynsdóttir formaður Leifs Heppna og Kjartan Páll.

































































640.is á Facebook