Sala á Neyðarkallinum fer fram um helgina

Dagana 2.-5. nóvember stendur yfir fjáröflunarátak Landsbjargar "Neyðarkall björgunarsveitanna" þar sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja

Sala á Neyðarkallinum fer fram um helgina
Almennt - - Lestrar 191

Methúsalem Hilmarsson kaupir Neyðarkall af Guðna.
Methúsalem Hilmarsson kaupir Neyðarkall af Guðna.

Dagana 2.-5. nóvember stendur yfir fjáröflunarátak Landsbjargar "Neyðarkall björgunarsveitanna" þar sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starfið með kaupum á Neyðarkalli.

Björgunarsveitarfólk úr Garðari stóð vaktina í Nettó og Kaupfélgashúsinu í gær og mun gera áfram í dag og á morgun.

Árlegt fjáröflunarátak

Neyðarkall björgunarsveitanna á sér orðið langa sögu að baki þar sem það hófst 2006 og er því um að ræða 18. skipti sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall.

Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.

Ljósmynd Hafþór

Sala Neyðarkallsins fór vel af stað á Húsavík í gær og hér er Guðni Bragason á vaktinni í Kaupfélagshúsinu og afgreiðir Methúsalem Hilmarsson um einn Neyðarkall.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744