Bjarki jafnaði í lokin - Sæþór hélt upp á 16 ára afmælið með markiÍþróttir - - Lestrar 431
Sæþór Olgeirsson hélt upp á 16 ára afmæli sitt með því að skoraði eina mark fyrri hálfleiks í leik Völsungs og Tindastóls í dag.
Liðin þá mættust í Boganum í 2 riðli B-deildar Lengjubikars karla og skoraði Sæþór eina mark fyrri hálfleiksins á 29 mínútu leiksins. Sæþór fékk þá boltann vel fyrir utan teig og sneri baki í markið. Hann lék á einn varnarmann áður en hann þrumaði boltanum í markvinkilinn af um 25 metra færi. Glæsilegt mark hjá pilti.
Ívar Guðlaugur Ívarsson jafnaði leikinn fyrir Stólana í upphafi seinni hálfleiks. Hann var síðan aftur á ferðinni þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum og Sauðkrækingar komnir yfir. En í blálok venjulegs leiktíma náði Bjarki Baldvinsson að jafna í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Völsungsliðið hafði þá haldið boltanum lengi og nánast hver einast leikmaður liðsins komið við boltann í uppbyggingu sóknarinnar. Boltanum var spilað á milli kanta í leit að glufu á vörninni rétt eins og í handboltaleik og endaði það með að Bjarki fékk boltann vinstra megin í teignum, lyfti honum örlítið upp áður en hann skaut honum með vinstri fæti í fjærhornið. Mjög gott mark og gríðarlega fallegur undirbúningur liðsins.
Völsungur er á toppi riðilsins með 8 stig þegar ein umferð er eftir. Magni frá Grenivík er í öðru sæti með 7 stig en liðin mætast í lokaumferðinni. Ægir úr Þorlákshöfn og Dalvík/Reynir eru í þriðja og fjórða sæti með 6 stig en þau mætast í lokaumferðinni.
Sæþór Olgeirsson hélt upp á 16 ára afmælið með stórkostlegu marki gegn Stólunum en hér er hann á fullri ferð 10 ára gamall á Eimskipsmótinu sumarið 2008.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.


































































640.is á Facebook