03. okt
Rýming stendur enn yfir í ÚtkinnAlmennt - - Lestrar 148
Bærinn Nípá í Útkinn hefur verið rýmdur auk þeirra fimm bæja sem rýmdir voru í nótt.
Í tilkynningu á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að óvenju mikil úrkoma hafi verið á svæðinu og mikið vatn er enn í fjallshlíðum.
"Fjölmargar aurskriður hafa fallið á stóru svæði og er hættustig enn í gildi á svæðinu.
Þyrla landhelgisgæslunnar tók myndir af fjallshlíðum í dag og hefur ferjað íbúa á þeim bæjum sem voru innlyksa. Bændur hafa notið aðstoðar björgunarsveita til að komast til mjalta í dag.
Að loknum stöðufundi með Veðurstofu Íslands var ákveðið að rýming standi enn yfir en næsti stöðufundur verður haldinn um hádegi á morgun". Segir í tilkynningunni.