Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2012

Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþingi Goðans 2012 sem lauk í gær.

Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2012
Íþróttir - - Lestrar 236

Jakob, Rúnar og Smári. Ljósm. H.A
Jakob, Rúnar og Smári. Ljósm. H.A

Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþingi Goðans 2012 sem lauk í gær. Rúnar gerði jafntefli við Hjörleif Halldórsson í lokaumferðinni, en á sama tíma gerðu þeir bræður Smári og Jakob Sævar Sigurðsson jafntefli.

Rúnar vann því sigur á stigum því hann og Jakob urðu jafnir með 4,5 vinninga. Talsverð spenna var fyrir lokaumferðina því þessir þrír gátu allir unnið sigur á mótinu. Þeir bræður börðust af mikilli hörku í sinni skák sem fór í tæplega 80 leiki og ætluðu báðir sér sigur. Báðir voru þeir komnir í mikið tímahrak þegar þeir sömdu um jafntefli.

 Lesa meira hér

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744