Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Goðans 2023

Rúnar Ísleifsson vann mjög öruggan sigur á Skákþingi Goðans 2023 sem lauk nú um helgina.

Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Goðans 2023
Íþróttir - - Lestrar 120

Rúnar Ísleifsson. Lj. godinn.is
Rúnar Ísleifsson. Lj. godinn.is

Rúnar Ísleifsson vann mjög öruggan sigur á Skákþingi Goðans 2023 sem lauk nú um helgina.

Sigur Rúnars á mótinu var mjög afgerandi þar sem Rúnar vann alla sína andstæðinga sjö að tölu. Rúnar Ísleifsson var að vinna sinn sjötta meistaratitil hjá Goðanum og hefur enginn unnið titilinn oftar. 

Smári Sigurðsson varð annar í mótinu með 6 vinninga og Kristján Ingi Smárason varð þriðji með 4 vinninga.

Skákþing Goðans 2023 var nú haldið í 20 skiptið og aðeins einu sinni áður hefur mótið unnist á fullu húsi. Það var árið 2020, en þá vann umræddur Rúnar líka mótið.

Alls tóku 8 keppendur þátt í mótinu og tefldu allir við alla. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744