Rokksöngleikurinn Vínland í FreyvangsleikhúsinuAðsent efni - - Lestrar 372
Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit hefur nú hafið sýningar á rokksöngleiknumVínland sem er glænýtt, frumsamið, íslenskt leikverk eftir Helga Þórsson,athafnaskáld frá Kristnesi. Söngleikurinn byggir á Grænlendingasögu og Eiríkssögurauða, þó nokkuð frjálslega sé farið með efnið.
Vínland er fjölmennur söngleikur sem gerist á tímum víkinga meðal norrænna manna áGrænlandi og svo færist sögusviðið yfir til Vínlands í Ameríku. Sagan fjallar umástir og örlög, kristni og heiðni, víkinga og indjána, gleði og sorgir en umframallt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir. Söngleikurinn byggirá fornri íslenskri arfleið þar sem við sögu koma víkingar, þrælar, skrælingjar ogvalkyrjur. Verkið einkennist af spennu og ástríðum þó gamansemin svífi ætíð yfirvötnum.
Tónlistin sem er eftir Helga og hljóðfæraleikarana er ákaflega fjölbreytt, kröftugog ljúf til skiptist, en umfram allt ákaflega grípandi og seiðandi undir áhrifum semkoma víða að. Í sýningunni má heyra allt frá hugljúfum ballöðum fyrir krúttin, upp ívalsa sem henta betur fyrir öldungana. Þar á milli örlítið pönk, nett heví metal ogþjóðleg stef og nýtur sín vel í nýendurbættu hljóðkerfi Freyvangsleikhússins.
Yfirbragð verksins er dálítið villt. Það er að segja; fantasían fær að ráða meiru enhelber raunveruleiki fornaldar. Búningar eru vissulega með tilvitnun til gamallatíma en áhersla er lögð á glæsilegt og kynþokkafullt yfirbragð. Stuttir kjólar, berthold, litir og glans sem allt þjónar heildarmyndinni sem er metnaðarfullt leikrit,fullt af gleði söng og dansi.
Mikill fjöldi ungs söngfólks hefur gengið til liðs við Freyvangsleikhúsið svo þessisýning megi verða sem glæsilegust. Auk þeirra leggja margir hönd á plóginn viðbúningagerð, leikmynd, hljóð o.m.fl. Að ógleymdum leikstjóranum honum Ólafi JensSigurðssyni.
Nánari upplýsingar á freyvangur.net