Regnbogabraut áfram lokuð fyrir akandi umferð

Regnbogabraut á Húsavík hefur heldur betur fengið góðar undirtektir og margir óskað eftir lengri lokun enda bæði heimamenn og ferðafólk sem nýtir götuna

Regnbogabraut áfram lokuð fyrir akandi umferð
Almennt - - Lestrar 183

Regnbogabraut á Húsavík hefur heldur betur fengið góðar undirtektir og margir óskað eftir lengri lokun enda bæði heimamenn og ferðafólk sem nýtir götuna sem göngugötu og til myndatöku.

Á heimasíðu Norðurþings segir að ákveðið hafi verið að nýta áfram samþykkt skipulags- og framkvæmdaráðs frá 192. fundi ráðsins 2. júlí sl.og hafa Garðarsbrautina lokaða á þessum parti á meðan ferðamannastraumurinn er hvað mestur eða til 12. ágúst.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744