Rafnar Máni með tvennu í sigri á Haukum

Rafnar Máni Gunnarsson skoraði tvennu í 3-1 sigri Völsungs á Haukum í dag.

Rafnar Máni með tvennu í sigri á Haukum
Íþróttir - - Lestrar 209

Rafnar Máni fagnar síðara marki sínu.
Rafnar Máni fagnar síðara marki sínu.

Rafnar Máni Gunnarsson skoraði tvennu í 3-1 sigri Völsungs á Haukum í dag.

Leikurinn fór fram afbragðs í veðri á grasinu á PCC vellinum og stemmingin góð.

Áki Sölvason kom Völsungum í 1-0 snemma leiks eftir undirbúning Santi áður en gestirnir jöfnuðu með sleggju Kristjáns Ólafssonar af löngu færi upp í skeytin. 1-1.
 
Heimamenn voru samt að ná tökum á leiknum og þjörmuðu duglega að gestunum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti Adolf fyrirgjöf á fjærstöng sem Rafnar Máni mætti í endann á og skoraði 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
 
Rafnar Máni þrumaði svo inn sínu öðru marki í seinni hálfelik og Völsungar komnir í 3-1. Það urðu lokatölur leiksins og þrjú stig bættust í sarpinn.

10 stig eftir fjóra leiki og mjög góð byrjun á sumrinu hjá strákunum en næsti leikur fer fram nk. föstudagskvöld hér á Húsavík.

Völsungar eru í efsta sæti 2. deildar ásamt Ægi en Njarðvík kemst á toppinn með sigri eða jafntefli á Reyni S annað kvöld.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Áki Sölvason hleður í skotið sem gaf fyrsta markið í dag.
Ljósmynd Hafþór - 640.is
Rafnar Máni Gunnarsson í leiknum í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744