Punturinn yfir i-ið

Í dag var reður Páls Arasonar formlega afhentur Hinu Íslenska Reðasafni við hátíðlega athöfn. Tæp fimmtán ár eru síðan Páll, sem lést í janúar sl.

Punturinn yfir i-ið
Almennt - - Lestrar 569

Sigurður ánægður með nýjasta safngripinn.
Sigurður ánægður með nýjasta safngripinn.

Í dag var reður Páls Arasonar formlega afhentur Hinu Íslenska Reðasafni við hátíðlega athöfn. Tæp fimmtán ár eru síðan Páll, sem lést í janúar sl. á nítugasta og sjötta aldursári, ánafnaði safninu eðlunarfæri sín eins og stóð í gjafabréfinu sem hann skrifaði í votta viðurvist

 

Sigurður Hjartarson Reðurstofustjóri var að vonum ánægður í dag og sagði þetta punktinn yfir i-ið í söfnun sinni en með komu þessa grips hefur safnið nú eintök af öllum 46 tegundum spendýra á og í kringum landið.

 

Sigurður las gjafabréf Páls við athöfnina í dag en bréfið var skrifað árið 1996. Í því var kveðið á um að Pétur Pétursson læknir og vinur Páls til margra ára myndi sjá um afhendinguna eðlunarfæranna og það gerði hann með sóma.

Við upphaf athafnarinnar lýsti Sigurður því yfir að komandi sumar yrði hans síðasta sem safnstjóra Hins Íslenska Reðasafns og um næstu áramót myndi Hjörtur sonur hans taka við.

Feðgarnir Hjörtur Sigurðsson og Sigurður Hjartarson.

Pétur Pétursson læknir sá um að afhenda reður Páls formlega.

Sigurður að segja frá.

Pétur og Reynir bróðir Sigurðar.

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744