04. sep
Píratar safna í kosningasjóð á Karolina fundFréttatilkynning - - Lestrar 516
Í dag fór fram stefnumótunar-fundur efstu fimm frambjóðenda á listum Pírata og á sama tíma var fjáröflun í kosningasjóð fyrir komandi Alþingiskosningar hleypt af stokkunum.
Fjáröflunin fer fram á Karolina fund og í fréttatilkynningu segir að um sögulegan atburð sé að ræða. Aldrei áður hefur stjórnmálaflokkur á Íslandi freistað þess að fjármagna kosningabaráttu sína á þennan hátt.
"Píratar ákváðu að velja þessa leið þar sem að flokkurinn vill sækja styrk sinn til þjóðarinnar og vera óháður sérhagsmunaöflum, nú sem endranær.
Við óskum því eftir stuðningi þjóðarinnar til þess að fjármagna kosningabaráttu okkar til þess að við getum komið skilaboðum okkar skýrt á framfæri og breytt samfélaginu okkar til hins betra". Segir í tilkynningunni.