Penninn á lofti hjá VölsungiÍţróttir - - Lestrar 483
Ţrír leikmenn skrifuđu undir samninga viđ meistaraflokk karla hjá Völsungi á dögunum.
Leikmennirnir sem um rćđir eru Gunnar Sigurđur Jósteinsson, Freyţór Harđarson og Arnţór Hermannsson.
Arnţór og Gunnar skrifuđu undir 1. árs samning á međan Freyţór skrifađi undir 2 ára asamning.
Gunnar Sigurđur hefur veriđ fyrirliđi Völsungs undanfarin ár og leikiđ stórt hlutverk í varnarleik liđsins. Hann er einn af reynsluboltum líđsins.
Freyţór, sem er frá Hömrum í Reykjadal, lék međ Völsungum í yngri flokkum en ţegar hann komst á 2. flokks aldur skipti hann yfir í Ţór og lék međ 2. flokk liđsins.
Arnţór er Völsungum kunnugur en hann hefur leikiđ međ félaginu nćr allan sinn feril. Síđasta vetur söđlađi hann um og gekk til liđs viđ Ţór ţar sem hann lék síđasta sumar. Arnţór er nú kominn aftur heim og spilađi sinn fyrsta leik á ný í gćr ţegar liđiđ vann Magna 3-1.
Ţá hefur markvörđurinn Björn Hákon Sveinsson gengiđ frá félagsskiptum í Völsung eins og komiđ hefur fram á 640.is
Á heimasíđu Völsungs segir ađ mikil ánćgja sé innan rađa félagsins međ ađ ţessir drengir hafi skrifađ undir samninga viđ félagiđ og ákveđiđ ađ taka slaginn međ liđinu í 3. deildinni í sumar.
Fv. Páll V. Gíslason ţjálfari, Freyţór Harđarson, Gunnar Sigurđur Jósteinsson, Arnţór Hermannsson og Júlíus Bessason. Ljósmynd: volsungur.is