26. maí
			PCC tilkynnir rekstrarstöðvun um miðjan júlí - 80 sagt uppAlmennt -  - Lestrar 100
			
		PCC BakkiSilicon hf. tilkynnti í kvöld að rekstur kísilvers fyrirtækisins á Bakka verði stöðvaður tímabundið um miðjan júlí og 80 starfsmönnum sagt upp.
Fram kemur í tilkynningu á Fésbókarsíðu fyrirtækisins að ákvörðunin sé tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Þá hefur ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sérstaklega frá Kína, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi.
Hér er hægt að lesa tilkynninguna í heild sinni og með því að smella á myndina er hægt að lesa þetta í hærri upplausn.:

































									
































 640.is á Facebook