04. ágú
Pálmi skoraði glæsimarkÍþróttir - - Lestrar 448
Það er alltaf gaman að fylgjast með Völsungum hvar sem þeir spila og í gær skoraði Pálmi Rafn Pálmason eitt af mörkum ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Pálmi Rafn kom þá sínum mönnum á bragðið þegar lið hans Lilleström gerði 2:2 jafntefli við Viking.
Á mbl.is segir að húsvíkingurinn knái hafi komið sínum mönnum í 2:0 með glæsilegri hjólhestaspyrnu en Pálmi Rafn hefur átt það til að skora falleg mörk og er þetta mark hans eitt af mörkum ársins í Noregi að mati fjölmiðla þar í landi.
Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan