Páll Rósinkrans syngur með Gospelkórnum á Vortónleikunum

Gospelkór Húsavíkurkirkju æfir þessar vikurnar af kappi fyrir sína árlegu vortónleika sem haldnir verða í Húsavíkurkirkju föstudagskvöldið 7. maí.   Hefð

Stefán Hilmarsson söng í fyrra.
Stefán Hilmarsson söng í fyrra.

Gospelkór Húsavíkurkirkju æfir þessar vikurnar af kappi fyrir sína árlegu vortónleika sem haldnir verða í Húsavíkurkirkju föstudagskvöldið 7. maí.

 

Hefð er komin á að kórinn fær gestasöngvara til liðs við sig og t.a.m. söng Stefán Hilmarsson með kórnum í fyrra. Í ár er það hinsvegar söngvarinn góðkunni Páll Rósinkrans sem mun koma fram með kórnum.

 

Guðni Bragason hefur stjórnað kórnum, sem stofnaður var 1999, frá árinu 2005. Kórinn er mjög metnaðarfullur  að sögn Guðna og mikill stígandi verið í starfi hans síðustu ár. Kórmeðlimir eru 18-20 auk þess sem fjögurra manna hljómsveit er kölluð til á stærri viðburðum kórsins.

 

En kórstarfið snýst ekki bara um að syngja og á Sumardaginn fyrsta kl. 14:00 heldur Gospelkórinn sitt árlega Gospelbingó í salnum í Hvammi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744