24. apr
Óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði afléttAlmennt - - Lestrar 210
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði.
Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að þessari hrinu sé lokið en óvissustigi vegna jarðskjálfta í Öxarfirði var lýst yfir 28. mars síðastliðinn vegna hrinu sem byrjaði 23. mars.