Óvissustig á Norđurlandi eystra

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráđi viđ lög­reglu­stjóra og slökkviliđsstjór­ana á Norđur­landi eystra, hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna

Óvissustig á Norđurlandi eystra
Almennt - - Lestrar 73

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráđi viđ lög­reglu­stjóra og slökkviliđsstjór­ana á Norđur­landi eystra, hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna hćttu á gróđureld­um.

Ţessi ákvörđun er byggđ á ţví ađ lítiđ hef­ur rignt á svćđinu und­an­fariđ og veđur­spá nćstu daga sýn­ir held­ur ekki neina úr­komu ađ ráđi. Ţetta ţýđir ađ ađeins Aust­ur­land, Vest­ur-Skafta­fells­sýsla og Vest­manna­eyj­ar eru ekki á óvissu- eđa hćttu­stigi vegna gróđurelda, ađ ţví er seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um.

Í dag var slökkviliđ Ak­ur­eyr­ar kallađ út vegna sinu­bruna viđ Lundeyri í norđan­verđu Holta­hverfi. Mik­inn reyk lagđi yfir ná­grenniđ. Í gćr varđ einnig sinu­bruni á Ólafs­firđi í fyrsta skipti í lang­an tíma á ţví svćđi.

Al­menn­ing­ur er hvatt­ur til ađ sýna ađgát međ op­inn eld á svćđinu, ekki síst ţar sem gróđur er ţurr.

„Ţađ ţarf ekki mik­inn neista til ţess ađ af verđi stórt bál. Ef fólk verđur vart viđ gróđurelda á strax ađ hringja í 112,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. (mbl.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744