Óskað eftir tilnefningu um bæjarjólatré

Nú er komið að því að velja jólatré hér á Húsavík og líkt og áður vill Norðurþing bjóða íbúum að taka þátt í valinu.

Óskað eftir tilnefningu um bæjarjólatré
Almennt - - Lestrar 181

Nú er komið að því að velja jólatré hér á Húsavík og líkt og áður vill Norðurþing bjóða íbúum að taka þátt í valinu.
 
Í fyrstu er óskað eftir tilnefningum frá eigendum grenitrjáa sem vilja eða þurfa að losna við þau.

 

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Norðurþings velja að lokum 3 - 4 tré og kynna þau tré sem valið stendur um á facebooksíðu Norðurþings þar sem kosning mun fara fram um jólatré Húsavíkur árið 2022.

Sveitarfélagið mun síðan kosta fellingu og frágang á vinningstrénu.

Norðurþingi hefur á síðustu árum verið boðin tré frá garðeigendum á Húsavík og eru þeir hvattir til þess að hafa samband aftur og tilnefna þau að nýju.

Tekið verður á móti tilnefningum til og með 13. nóvember.
Kosning verður auglýst á facebook þann 14. nóvember.
Jólatréið verður tendrað þann 2. desember. 
Áður var auglýst að tendrun jólatrés yrði 26. nóvember en fjölskylduráð samþykkti á 133. fundi sínum að hafa tendrunina þann 2. desember. Tendrun jólatrésins verður þá opnunarviðburður að hátíðinni JÓLABÆRINN MINN sem verður helgina 2. - 4. desember. 

Tilnefningar skulu berast á netfangið nordurthing@nordurthing.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744