Opinn fundur um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í ÞingeyjarsýslumAlmennt - - Lestrar 309
Verkefnisstjórn um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur opinnfund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Herði Arnarsyni forstjóraLandsvirkjunar þriðjudaginn 25. maí, kl. 17:15 á Hótel Húsavík.
Farið verður yfir vinnu verkefnisstjórnarinnar sem skipuð var í nóvember 2009 ágrundvelli sameiginlegrar viljayfirlýsingar iðnaðarráðherra, Norðurþings,Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingarog atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum.
Verkefnisstjórn var falið að leitamögulegra samstarfsaðila um atvinnuuppbyggingu sem byggi á hagnýtingu orkunnar fráháhitasvæðunum í Þingeyjarsýslum. Fyrsta áfanga skyldi ljúka í vor. Niðurstöður hansverða nú kynntar opinberlega ásamt hugmyndum um næstu skref.
Dagskrá fundarins:
Gunnlaugur Stefánsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, býður gesti velkomni
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, lýsir áherslum í orku- og atvinnumálum
Martha Eiríksdóttir, formaður verkefnisstjórnar, fer yfir störf stjórnarinnar ífyrsta áfanga
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsir áherslum fyrirtækisins
Fyrirspurnir frá fundargestum
Iðnaðarráðherra tekur saman áherslur vegna næstu skrefa
Fundi lýkur kl. 18:30
Verkefnisstjórn er skipuð eftirfarandi fulltrúum: Bergur Elías Ágústsson, f.h.Norðurþings; Margrét Hólm Valsdóttir, f.h. Skútustaðahrepps; Tryggvi Harðarson, f.h.Þingeyjarsveitar; Reinhard Reynisson, f.h. Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga; EinarMathiesen, f.h. Landsvirkjunar/Þeistareykja ehf; Martha Eiríksdóttir, f.h.Iðnaðarráðuneytis