Olli og Hannes Húsavíkurmeistarar í Boccia

Olgeir Heiðar Egilsson og Hannes Rúnarsson báru sigur úr býtum á Opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem fram fór um helgina.

Olli og Hannes Húsavíkurmeistarar í Boccia
Íþróttir - - Lestrar 524

Olli einbeittur í úrslitarimmunni.
Olli einbeittur í úrslitarimmunni.

Olgeir Heiðar Egilsson og Hannes Rúnarsson báru sigur úr býtum á Opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem fram fór um helgina.

Þeir sigruðu sveit frá Norðurþingi í æsispennandi úrslitaleik en hana skipuðu engir aukvisar, þeir Kristbjörn Óskarsson og Guðbjartur Ellert Jónsson.

Opna Húsavíkurmótið í Boccia er orðinn fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, sem annast alla dómgæslu, merkingu valla, og kemur að öllum undirbúningi mótsins.

Mótinu stýrðu Bragi Sigurðsson og Kristín Magnúsdóttir úr stjórn Bocciadeildar.

Mótið tókst í alla staði afar vel, góð þátttaka eða í allt mættu til leiks 36 sveitir sem sýnir enn einu sinni að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku, en þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni.

Úrslit:

Olli

1. sæti Félagarnir - Lopapeysu gæjarnir, Olgeir Heiðar og Hannes Rúnarsson. Verðlaun, ferð fyrir tvo Húsavík-Reykjavík-Húsavík með Flugfélaginu Ernir.

Kiddi

2. sæti Sveit frá Norðurþingi, Strákarnir á bæjó, Kristbjörn Óskarsson og Guðbjartur E Jónsson. Verðlaun, gisting fyrir tvo x 2 á einhverju Fosshótelanna kringum landið.

Asi

3. sæti Sveit úr Bárðardal, Öræfabræður, Ásgrímur og Kristján frá Lækjavöllum. Verðlaun, Tveir fullir sekkir með „bland í poka“ frá Ölgerðinni

Einnig var spiluð úrslit um 4-6 sætið:

Sylgja

4. sæti. Sveitin Tvær úr sveitinni, Sylgja Rún og Sigga Hauks. Verðlaun, gjafabréf frá Skóbúð Húsavíkur

Jona

5. sæti  Sveit frá Trésmiðjunni Rein ehf. , Jóna Rún og Sigmar Stefánsson. Verðlaun frá Bókaverslun Þórarins, headfónar.

n

6. sæti  Sveit frá Norðlenska, FC Poznan, Lukas og Kristian frá Póllandi. Verðlaun frá N1, gjafabréf fyrir „út að borða“ fyrir tvo.

Húsavíkurmeistararnir í Boccia 2013, Lopapeysugæjarnir, Olgeir Heiðar og Hannes Rúnars. hlutu að launum glæsilegan farandbikar sem gefin var af Norðlenska ehf og var nú keppt um í annað sinn.

Þá voru veitt sérstök verðlaun þeim fyrirtækjum sem voru “í flottasta búningunum”, verðlaun frá Lyfju, heilsusokkar, fyrir „stærsta sigur í leik (13-0)“ verðlaun frá Innex, konfekt og fyrir „stærsta tapið í leik (0-13), könnur frá Íslandspósti.

Börkur

Kristófer Reykjalín og Börkur Guðmundsson björgunarsveitarmenn voru í flottustu búningunum.

HH

Sigurjón Hreiðarsson og Reynir Hannesson unnu stærsta sigurinn og tók Hannes við verðlaunum sonarins.

Sifjarsynir

Bræðurnir Jóhannes og Þorsteinn ánægðir með verðlaunin.

Verðlaun öll voru glæsileg, og sýnir hug fyrirtækja til Bocciadeildarinnar og Kiwanis, og er þeim þakkað fyrir frábæran stuðning.

Mótið var afar skemmtilegt og tókst í alla staði mjög vel, mikil stemming, og spenna. og þurfti oft bráðabana til að útkljá leiki. Sumir leikir voru landsleikir (Pólland-Ísland)

Glæsilegt mót með um 72 keppendur og gestir í iþróttahöllinni þegar mest var milli 150-170, frábær og skemmtilegur dagur. Takk fyrir húsvíkingar og aðrir gestir, sjáumst hress að ári á næsta „Opna Húsavíkurmóti í Boccia“

E.O.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744