Öflugt starf hjá Hjálparsveit skáta í Reykjadal

Björgunarsveitir Landsbjargar eru sjálfbođaliđasamtök sem njóta mikillar virđingar međal landsmanna og líklega finnst flestum mikilvćgt ađ í hverju

Ósk, Andri Hnikarr og Guđný. Lj. AÁB
Ósk, Andri Hnikarr og Guđný. Lj. AÁB

Björgunarsveitir Landsbjargar eru sjálfbođaliđasamtök sem njóta mikillar virđingar međal landsmanna og líklega finnst flestum mikilvćgt ađ í hverju samfélagi séu einstaklingar sem bregđast viđ af ţekkingu og fćrni ţegar eitthvađ ber út af.

Ţađ er heldur ekki ofsögum sagt ađ undanfarin ár hafi náttúruöflin  minnt rćkilega á sig međ jarđskjálftum, ofsaveđrum, ofanflóđum  og eldgosi og af ţeim sökum hefur mćtt mikiđ á sveitunum.

Á ađalfundi Framsýnar síđastliđiđ vor var ákveđiđ ađ styđja viđ starfsemi  björgunarsveitanna á félagssvćđinu međ tćplega tveggja milljóna króna fjárframlagi, en á svćđinu eru starfandi sjö öflugar sveitir. Međ ţví vill félagiđ sýna örlítinn ţakklćtisvott fyrir ţađ mikla og óeigingjarna starf sem björgunarsveitirnar vinna í ţágu samfélagsins.

Á heimasíđu Framsýnar segir frá ţví ađ í gćrkvöldi heimsóttu formađur og varaformađur Framsýnar, ţau Ađalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir, ásamt Guđnýju Ingibjörgu Grímsdóttur, Hjálparsveit skáta í Reykjadal. Ţađ var Andri Hnikar Jónsson formađur sveitarinnar sem veitti 250.000 kr,-. gjöf Framsýnar viđtöku ásamt nokkrum félögum sveitarinnar. Fćrđi Andri Hnikar fulltrúum Framsýnar bestu ţakkir fyrir gjöfina. Sagđi hann Hjálparveitina nýlega hafa kostađ töluvert til tćkjakaupa, auk ţess vćri unniđ ađ byggingu nýs og stćrra húsnćđis og ţađ kćmi sér vel ađ fá stuđning viđ svo kostnađarsöm verkefni.

"Ţađ var afar ánćgjulegt ađ koma í Reykjadalinn og hitta félaga HSR sem voru á leiđ á námskeiđ í fyrstu hjálp. Ţađ vakti athygli gestanna hversu margir ungliđar voru mćttir í hús, en einn ţeirra ţátta í starfi björgunarsveita sem verđur seint full metinn er hversu mikilvćgu hlutverki sveitirnar gegna varđandi félagslagslega uppbygging ungmenna víđa um land. Kom fram í máli Andra Hnikars ađ međlimir í HSR, sérstaklega unga fólkiđ hafi veriđ duglegt ađ sćkja sér menntun undanfariđ ár hjá Björgunarskóla Landsbjargar". Segir á heimasíđu Framsýnar.

Međlimir HSR eru um 60 talsins og er núverandi húsnćđi ţeirra í Iđnbć.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori640@gmail.com | Sími: 895-6744