Argentínumaður til Völsungs - Þrír reynsluboltar framlengja

Það var mikið um gleðiefni á síðasta degi vetrar hjá Völsungum.

Santiago Feuillassie.
Santiago Feuillassie.

Það var mikið um gleðiefni á síðasta degi vetrar hjá Völsungum.

Stutt er í fyrsta leik í móti og okkar reynslumestu menn framlengdu allir samninga sína, þeir Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Bjarki Baldvinsson og Guðmundur Óli Steingrímsson.

"Við fögnum þessum fréttum gríðarlega enda eiga þeir samanlagt 826 KSÍ leiki að baki og í þeim býr mikil reynsla sem miðlað er til okkar yngri leikmanna". Segir í tilkynningu frá Völsungum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Reynsluboltarnir Guðmundur Óli, Bjarki og Aðalsteinn Jóhann.

Ljósmynd 640.is

Á sama tíma staðfesti nýr leikmaður félagaskipti sín yfir til Völsungs, Santiago Feuillassier. Santiago er argentískur að uppruna og verður 27 ára nú í lok apríl. Snaggaralegur og klókur framsækinn leikmaður sem við bindum miklar vonir við í sumar. Hann hefur undanfarin ár spilað á Ítalíu, Panama og Sviss.

Við bjóðum Santiago svo sannarlega velkominn til Völsungs! ÁFRAM VÖLSUNGUR!!

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744