01. jan
Nýju ári fagnað í góðu veðriAlmennt - - Lestrar 330
Húsvíkingar fögnuðu nýju ári með því að skjóta upp fjölmörgum flugeldum í ljómandi góðu veðri.
Gamla árið hafði verið kvatt snemma þetta árið eins og undanfarin ár en kveikt var í áramótabrennunni kl. 16:45.
Fjölmenni var við brennuna sem félagar úr Íþróttafélaginu Völsungi sáu um að tendra eldinn í og Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sá að venju um flugeldasýningu.
Hér koma nokkrar myndir frá því gær og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Síðar um kvöldið mátti sjá norðurljósum bregða fyrir á himni áður en flugeldaskothríðin hófst.