Nýársmótið í blaki

Á morgun verður hið árlega Nýársmót Völsungs í blaki haldið í íþróttahöllinni.

Nýársmótið í blaki
Íþróttir - - Lestrar 485

Sjoppan verður á sínum stað í höllinni.
Sjoppan verður á sínum stað í höllinni.

Á morgun verður hið árlega Nýársmót Völsungs í blaki haldið í íþróttahöllinni. Mótið hefst kl. 9:00 og áætlað er að síðustu leikir hefjist kl. 18:00.

Í ár mæta 27 lið til leiks allt frá Siglufirði til Vopnafjarðar, 10 karlalið og 17 kvennalið. Spilað verður í 3 deildum hjá konunum og 1 deild hjá körlunum.

Kíkið endilega við í Höllinni og fylgist með skemmtilegri keppni þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi.

Sjoppa á staðnum með ljúffengum veitingum að hætti blakara :)

 Gleðilegt Völsungsár!

(volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744