Nýársmót Völsungs í blaki

Nýársmót Völsungs í blaki fór fram í Íþróttahöllinni í gær, laugardag.

Nýársmót Völsungs í blaki
Íþróttir - - Lestrar 608

Sigurlið Völsungs í 2. deild kvenna.
Sigurlið Völsungs í 2. deild kvenna.

Nýársmót Völsungs í blaki fór fram í Íþróttahöllinni í gær, laugardag.

Alls mættu 27 lið til leiks, 8 lið í karlaflokki og 19 lið í kvennaflokki en þar var spilað í þremur deildum.

Liðin komu frá Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Reykjadal, Mývatnssveit, Kópaskeri, Vopnafirði og fimm lið frá Völsungi.

Mótið hófst klukkan 9 um morguninn og voru leikar fjörugir og mörg skemmtileg tilþrif sáust hjá keppendum. Síðustu leikir voru spilaðir kl. 19:00

Að móti loknu komu flestir keppendur saman á Sölku og fögnuðu góðum degi.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Í karlaflokki

1. KA

2. Völsungur

3. Snörtur Kópaskeri

 

Í 1. deild kvenna

1. Eik

2. Völsungur A

3. Skautar A

 

Í 2. deild kvenna

1. Völsungur C

2. Súlur A

3. Skautar B

 

Í 3ju deild kvenna (byrjendur)

1. Súlur

2. Völsungur

3. Krákurnar Akureyri

Blakdeild Völsungs þakkar öllum keppendum og gestum fyrir skemmtilegan dag og þá aðstoð sem þeir veittu við dómgæslu og annað á mótsdeginum.

Styrktaraðilar mótsins voru Ölgerðin, Olís, Samkaup-Úrval og Lyfja og sendum við þeim bestu þakkir fyrir.

 Með blakkveðju, Jóna Matt.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744