Nýársgjöf til félagsmanna stéttarfélagannaAlmennt - - Lestrar 647
Stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á sama góða verðið á flugmiðum á vegum félaganna milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni á árinu 2018.
Áfram mun því hver flugferð kosta 8.900 krónur en á síðasta ári seldu félögin um 4000 flugmiða til félagsmanna.
Ljóst er að þetta er ein besta kjarabót sem félögin geta boðið upp á enda hafa fjölmargir félagsmenn þeirra lýst yfir mikilli ánægju sinni með framtak félaganna að bjóða þeim upp á ódýrt flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur.
„Þetta eru aukin lífsgæði eins og einn eldi félagsmaður orðaði það, nú get ég farið suður og heimsótt börn og barnabörn án þess að það kosti augun úr.“ Segir á heimasíðu Framsýnar