Nú verður kátt í HöllinniAðsent efni -  - Lestrar 516
			
		Laugardaginn 15.mars verður fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Dagskrá hátíðarinnar hefst kl 14:00 með stórleik í handbolta !
Karlaklúbburinn SÓFÍA skorar á lið meistaraflokks Völsungs (fyrri hálfleikur) og
Stjörnulið Bergs Elíasar Ágústssonar sveitastjóra Norðurþings (seinni hálfleikur)
Kynnir:Ingvar Björn Guðlaugsson
Í hálfleik verður boðið upp á  fimleikasýningu , Karatesýningu  og er fólki boðið að reyna sig í ýmsum þrautum , hver hittir í körfuna ?  Kaffisala á vegum meistarflokks kvenna í Knattspyrnu.  Að leik loknum verður gestum og gangandi boðið upp á að prófa klifurvegginn undir dyggri leiðsögn reyndra klifurmanna og reyna sig í ýmsum þrautum á vegum Töff-sport. 
       500 kr. inn, frítt fyrir 6 ára og yngri og allur ágóðinn fer upp í kaup á fjölnota sviði í íþróttahöllina. 
           Mætum öll og eigum skemmtilega stund í Höllinni
                                                                                   Stjórn Karlaklúbbsins SÓFÍU 
        
      

 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook