01. sep
Norðurþing semur við Terra um hirðu úrgangs frá heimilum og stofnunumAlmennt - - Lestrar 72
Fyrir skemmstu var undirritaður samningur milli Norðurþings og Terra vegna úrgangsmála á Húsavík og í Reykjahverfi.
Samningurinn felur í sér söfnun úrgangs frá heimilum og stofnunum, rekstur grenndarstöðva og rekstur móttökustöðvar.
Þrjú tilboð bárust í verkið og var samið við lægstbjóðanda, Terra sem bauð 105,7% af kostnaðaráætlun en einnig bárust tilboð frá Íslenska Gámafélaginu, (137.5%) og Kubbi (120.9%)