Norđurţing-Samningur undirritađur viđ FabLab-HúsavíkAlmennt - - Lestrar 194
Í gćr undirrituđu Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, og Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri FabLab-Húsavík samning Norđurţings viđ FabLab-Húsavík.
Frá ţessu segir á heimasíđu Norđurţings en byggđaráđ samţykkti samninginn ţann 12. maí sl. en honum er ćtlađ ađ tryggja grunnfjárupphćđ til rekstrar FabLab smiđjunnar á Húsavík til nćstu ţriggja ára međ árlegu framlagi Norđurţings sem kemur á móti fjármögnun ríkisins og eflir möguleika á öflun sjálfsaflafjár. Norđurţing greiđir 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab-Húsavík árin 2022, 2023 og 2024.
Međ samningnum er ćtlun ađ stuđla sérstaklega ađ ţátttöku starfsfólks í skólum Norđurţings í nýsköpun í kennslu og kennsluháttum nemenda, stuđla ađ auknu tćknilćsi nemenda og annara íbúa samfélagsins. Ađilar ţessa samnings setja sér ţađ markmiđ ađ efla samstarf sitt og ţannig styrkja stođir nýsköpunar í sveitarfélaginu til framtíđar.
Fab lab er smiđja međ tćkjabúnađi til ýmiskonar framleiđslu, sem gefur einstaklingum, stofnunum og fyrirtćkjum tćkifćri til ađ ţjálfa sköpunargáfu og hrinda hugmyndum í framkvćmd međ ţví ađ móta, hanna og framleiđa hluti međ ađstođ stafrćnnar tćkni (sjá nánar á fablab.is). Almenn tilhögunar FabLab-smiđja á Íslandi er međ ţeim hćtti ađ ríkisvaldiđ veitir rekstrarframlag frá annars vegar háskóla-, iđnađar- og nýsköpunarráđuneyti og hins vegar mennta- og barnamálaráđuneyti og sveitarfélag á svćđi FabLab smiđjunnar kemur ađ rekstri međ fjárframlag á móti.
FabLab-Húsavík er hluti af nýsköpunar- og ţekkingarklasanum sem er til húsa á Stéttinni viđ Hafnarstéttina á Húsavík.
Á međfylgjandi mynd takast Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Fab Lab Húsavík og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norđurţings í hendur ađ lokinni undirskrift. Lj. Norđurţing.