Noruring hefur kvei a vinna ntt aalskipulag fyrir sveitarflagi.

Noruring hefur kvei a vinna ntt aalskipulag fyrir sveitarflagi. Bseturun svinu, nting og verndun nttruaulinda og form um lver kalla

Bergur Elas og Halldra Hreggvisdttir.
Bergur Elas og Halldra Hreggvisdttir.

Norðurþing hefur ákveðið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Búsetuþróun á svæðinu, nýting og verndun náttúruauðlinda og áform um álver kalla á að Norðurþing móti sér framtíðarsýn og setji niður stefnu um byggðaþróun og landnotkun. Í aðalskipulagsvinnunni verður lögð sérstök áhersla á að marka stefnu um miðbæ Húsavíkur þannig að uppbyggingu hans verði með stýrt í átt að skýrri heildarsýn á þennan kjarna sveitarfélagsins. Einnig verður lögð áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag, í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi.

 

„Í þessari vinnu viljum við skerpa einkenni og ímynd Norðurþings og leita leiða til að  nýta betur þau tækifæri sem hér felast í náttúru og samfélagi. Við sjáum þessa stefnumörkun sem mikilvægan þátt til að  efla sveitarfélagið, ekki síst í atvinnumálum“, segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings. 

 

Aðalskipulag er lykilþáttur í markvissri þróun hvers sveitarfélags og sveitarstjórnarmenn gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi þess.  Ennfremur er vaxandi áhuga og skilningur íbúa og fyrirtækja á skipulagsmálum og æ oftar kallað eftir skýrri stefnu um framtíðarþróun sveitarfélags.

 

Norðurþing hefur samið við ráðgjafarfyrirtækið Alta um gerð aðalskipulagsins og væntir mikils af því samstarfi, þar sem Alta hefur m.a. sérhæft sig í stefnumörkun í aðalskipulagi. Vinna við aðalskipulagið er þegar hafin en gert er ráð fyrir því að henni ljúki í lok árs 2009.  

 

Það voru þau Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta sem undirrituðu samninginn um aðalskipulagsgerð fyrir Norðurþing

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744