Niðurstöður mengunarvarnaeftirlits Umhverfisstofnunar vegna PCC á Bakka

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningafundar um niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og umhverfisvöktunar vegna starfsleyfis PCC BakkiSilicon. Fundurinn

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningafundar um niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og umhverfisvöktunar vegna starfsleyfis PCC BakkiSilicon. Fundurinn er árlegur og í samræmi við starfsleyfi PCC BakkiSilicon. 

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 25. maí nk. kl. 16:15 í fundarsalnum Flatey á Fosshótel Húsavík. 

Dagskrá fundarins:

  • Mengunarvarnaeftirlit Umhverfisstofnunar og niðurstöður eftirlits 2022 – Sigríður Magnúsdóttir, Umhverfisstofnun
  • Niðurstöður Umhverfisvöktunar – Eva Yngvadóttir, Efla
  • Ólafur Ármann Sigurðsson frá PCC flytur erindi
  • Andri Dan Traustason frá PCC flytur erindi
  • Marella Steinsdóttir frá PCC flytur erindi
  • Umræður

Fundarstjóri: Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings

Skýrslu Umhverfisvöktunar má nálgast hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744