Naustalækur ætlar að byggja 25 íbúða fjölbýlishús í Reitnum

Byggingarfélagið Naustalækur ehf hefur fengið úthlutað lóð í Reitnum, nánar tiltekið á lóð við Stóragarð 18 sem er á nýju svæði ofan við Grundargarð.

Stórigarður 18 horft að norðan.
Stórigarður 18 horft að norðan.

Byggingarfélagið Naustalækur ehf hefur fengið úthlutað lóð í Reitnum, nánar tiltekið á lóð við Stóragarð 18 sem er á nýju svæði ofan við Grundargarð.  

Þar hyggst félagið reisa á næstu misserum tuttugu og fimm íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum. 

Að sögn Friðriks Sigurðssonar hjá Naustalæk munu framkvæmdir við uppsteypu hefjast strax og allar teikningar verða tilbúnar, tilskilin leyfi og þegar vorar og veður gefur tilefni til steypuframkvæmda.

Sveitarfélagið Norðurþing mun á framkvæmdatímanum klára aðkomu að þessum nýju lóðum sem nú er verið að fara að byggja á við Stóragarð.

Friðrik vildi koma því á framfæri að íbúðirnar væru hugsaðar fyrir einstaklinga og fjölskyldur af ýmsum stærðum. Íbúðirnar væru frá því að vera með einu svefnherbergi og upp í þrjú í mismunandi útfærslum. Ekki verður bílageymsla við húsið en næg bílastæði.     

Þegar er byrjað að panta íbúðir í húsinu og ljóst að mikil þörf er á að fjölga íbúðum á Húsavík. Íbúðirnar verða tilbúnar þann 27. febrúar 2025 kl.14:00

Trésmiðjan Rein er aðalverktakinn við verkið og sem fyrr mun Steinsteypir sjá um jarðvinnu og lóðarmál.

Ljósmynd - Aðsend

Stórigarður 18 horft að norðan.

Ljósmynd - Aðsend

Stórigarður 18 horft að sunnan.

Ljósmynd - Aðsend

Stórigarður 18 horft að norðvestan.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Reiturinn fyrir miðri mynd.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744