Úrslitin á Mývatn-Open

Hið árlega hestamót Mývatn Open – Hestar á ís var haldið síðustu helgi.

Úrslitin á Mývatn-Open
Fréttatilkynning - - Lestrar 270

Hópreið á Mývatni.
Hópreið á Mývatni.

Hið árlega hestamót Mývatn Open – Hestar á ís var haldið síðustu helgi.

Mótið hófst á föstudag með hópreiðtúr þar sem riðið var út á frosið Mývatn að Hrútey. Þar bauð Sel Hótel Mývatn knöpum upp á samlokur og heitt kakó. Veðrið lék við gesti og góð mæting var í hópreiðina en það voru um 50 manns sem tóku þátt.

Mótið sjálft var haldið á laugardag. Keppt var í A og B tölti og síðan var endað á að keppa í góðhestakeppni. Verðlaunaafhending var strax eftir mótið yfir kaffihlaðborði. Vinningarnir voru ekki að verri endanum en þar má nefna gjafabréf frá Sel Hótel Mývatni, Jarðböðunum, Hótel Kea, Geo Travel, Líflandi, Kaffi Borgum, Vogafjósi, Norðursiglingu, Saga Travel, Rub 23, Purity Herbs, Skútustaðahreppi, Daddi´s pizza, Gistiþjónustunni Staðarhóli, Vífilfelli og Sparisjóðnum. Allir styrktaraðilar fá miklar þakkir fyrir framlagið. Um kvöldið var blásið til hestamannahófs með matarveislu að hætti kokksins og síðar um kvöldið hélt Kiddi Halldórs uppi skemmtilegri kráarstemmningu.

Þjálfi og Sel Hótel Mývatn þakka keppendum, áhorfendum og gestum fyrir komuna og minna á að næsta Mývatn Open verður haldið 14. mars 2015. Sjáumst að ári!

Úrslitin voru eftirfarandi:

Tölt B

1. sæti Guðmundur Karl Tryggvason, Galdur frá Akureyri 6,37

2. sæti Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 5,96

3. sæti Guðmar Freyr Magnússon, Frami frá Íbishóli 5,67

4. sæti Egill Már Vignisson, Aron frá Skriðulandi 5,57

5. sæti Nicola Berger, Saxi frá Sauðanesi 5,27

Tölt A

1. sæti Guðmundur Karl Tryggvason, Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,23

2. sæti Erlingur Ingvarsson, Flugar frá Króksstöðum 6,8

3. sæti Einar Víðir Einarsson, Líf frá Kotströnd 6,6

4. sæti Magnús Bragi Magnússon, Gormur frá Garðakoti 6,57

5. sæti Sandra Marín, Stikla frá Efri-Mýrum 6,2

Góðhestakeppni

1. sæti Björgvin Daði Sverrisson, Aþena frá Akureyri 8,58

2-3. sæti Guðmundur Karl Guðmundsson, Rún frá Reynistað 8,52

2-3. sæti Úlfhildur Ída Helgadóttir, Jörvi frá Húsavík 8,52

4. sæti Erlingur Ingvarsson, Pan frá Breiðstöðum 8,38

5. sæti Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 8,28


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744