21. sep
			Mynd dagsins - Komið til hafnarMynd dagsins -  - Lestrar 420
			
		Mynd dagsins var tekin í dag þegar skonnorturnar Ópal og Hildur komu til hafnar á Húsavík eftir um tveggja mánaða úthald í Scoresbysundi á Grænlandi.
Með þeim í för var seglskútan Byr frá Ísafirði en fleyin þrjú höfðu viðkomu í Grímsey þar sem stoppað var yfir nótt.
Í morgun var síðan siglt með farþegana umhverfis eyjuna áður en stefnan var sett inn á Skjálfandaflóa.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook